top of page

Goðaland

Frá Básum að Hrunaá

 

Hrunaá er austan við Goðaland. Áin er mikið er ólíkindatól. Hún er miklu vatnsmeiri en Krossá og í vætutíð getur hún hlaupið fram og rutt frá sér öllu sem á vegi hennar verður. Það gerði hún árið 2008 og eyðilagði brúna og ekki nóg með það, tók af veginn því sem næst frá brúarstæðinu og niður að Strákagili.

 

Hrunaá er mun vatnsmeiri en Krossá og er oftast óvæð. Handan árinnar eru engir vegir og ekki ætlast til að ekið sé yfir þó það hafi stöku sinnum verið gert. Umferð bíla að Hrunaárbrú var yfirleitt ekki mikil, helst að fólk hafi ekið að bílastæðinu við göngubrúna og lagt þar bílum sínum og fari í gönguferðir um Tungur.  Vegurinn þjónaði einnig hlutverki gönguleiðar enda eru Krossáraurar því sem næst rennisléttir, aðeins óveruleg hækkun inn eftir að þeim stað þar sem brúin var. 

 

Gangan hefst við Básaskála og eina fyrirstaðan er Strákagilslækurinn. Oft er meira vatn í honum en svo að unnt sé að stikla hann og er því vissara að stefna á göngubrúna yfir Strákagilslækinn sem er skammt frá mynni gilsins. Síðar er veginum fylgt niður með læknum austan megin uns komið er að vegslóðanum sem liggur inn að Hrunaárbrú. Honum er fylgt framhjá Þvergili og þar er lítill lækur sem auðvelt er að stikla. 

 

Handan Hrunaár eru Tungur en fyrir ofan bakka árinnar eru brattar hlíðar og heita þar Gathillur, líklega vegna þess að þar eru klettar með götum í gegn. Austan megin, undir Foldum, fyrir ofan Hrunaá, eru einnig brattar hlíðar og þar heita Hestagötur án þess þó að þar séu nokkrar götur, nema ef til vill stöku kindagötur.

Svona eru örnefnin ótrúleg í augum nútímamannsins. Þess ber þó að geta að landið er í stöðugri mótun og veit enginn hvort þarna hafi forðum verið götur sem nú eru löngu horfnar og ekkert nema nafnið til vitnis. Einnig ber að hafa í huga að örnefni geta tekið breytingum á löngu ferðalagi milli kynslóða. Þess vegna gætu Hestagötur áður hafa heitið Heiðargötur með vísan til Gathillna.

 

Hitt vita þó margir að þarna fyrir ofan eru skemmtilega gönguleiðir, sumar eru dálítið brattar, en flestum vel færar, sjá nánar kaflann „Hestagötur og Foldir“.

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page