top of page

Goðaland

Básaskörð

 

Básaskörðin eru tvö, Innra Básaskarð og Fremra Básaskarð og fjallar þessi leiðarlýsing um gönguleið á milli þeirra. Sé staðið við skála Útivistar í Básum og horft upp í klettana sunnan megin við Rétttarfell, vinstra megin, má greina skörðin. Fyrir neðan Réttarfellið hlykkjast göngustígur upp í Fremra-Básaskarð og þangað er ferðinni heitið í fyrsta áfanga.

 

Gengið er yfir brúna yfir Básalækinn og vísar þar vegprestur upp í gegnum kjarrið. Við tekur nokkuð löng ganga upp tröppur eftir stíg sem hlykkjast til og frá uns kjarrinu sleppir og skyndilega blasir við útsýni yfir Bása og Krossáraura. Skammt þar fyrir ofan er vegprestur sem vísar á Innra Básaskarð og Útigönguhöfða. Vert er að leggja þennan stað á minnið því þarna verður komið til baka um það bil tveim til þrem tímum síðar.

 

Gönguleiðin verður nú nokkuð brött og hliðarhalli svolítill en fyrr en varir er komið upp í skarðið og þar er gott að kasta mæðinni við vegprestinn og virða fyrir sér útsýnið. Sunnan megin við skarðið er Hvannárgil og hér gefast því göngumanninum nokkrir skemmtilegir kostir eins og glögglega má sjá á kortinu.

 

Nú er gengið til suðurs eftir göngustígnum sem liggur nokkurn vegin austur eftir fjallshrygg sem liggur á milli Réttarfells og Útigönguhöfða. Ekki er þó ætlunin að ganga eftir honum öllum og því er stefnan sett á Innra Básaskarð. Stígurinn liggur nokkuð frá brún fjallshryggsins. Óhætt er að feta sig nær brúninni og njóta þess að virða fyrir sér útsýnið yfir Básana og sést þarna greinilega hvers vegna þeir bera þetta nafn. 

 

Nokkuð bratt er ofan í Innra Básaskarð. Leiðin liggur nú undir klettana sem hér á undan var mælt með að gengið væri nær brún. Stígurinn er gömul kindagata en það spillir síður en svo fyrir og er einfaldlega merki um smekk sauðfjár fyrir fallegum stöðum og góðu útsýni. Hann liðast undir klettunum sem sumir hverjir eru auðrofið vikurberg eða móberg og víða má sjá grjóthnullunga sem við forn eldsumbrot hafa fest í vikri. Einnig má sjá bergrásir í gegnum móbergið. Skýlt er undir björgunum og einstaklega hlýtt þegar sólin skín og því ekki nema sjálfsagt að setjast niður á góðum staða og narta í nestið.

 

Innan skamms er komið aftur að vegprestinum á gönguleiðinni upp í Fremra-Básaskarð og þar með er hringnum lokað.

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page