top of page

Goðaland

Bólfell

 

Bólfell er áberandi þegar horft er inn í Bása, nærri því keilulaga og efst trjónir kletturinn sem nefndur er Bólhaus. Hann er eins og kubbur sem tyllt hefur verið lauslega ofan á fellið og hallar að því er virðist undir flatt til austurs. 


Upp að Bólhaus er göngustígur, tröppur því sem næst alla leið. Uppi skiptast leiðir. Til vinstri er liggur stígur að skútanum, bólinu, sem fellið er við kennt. Þangað er vinsælt að ganga  jafnvel á síðsumarkvöldum og nóttum og oft kveiktur lítill eldur og sungið við raust.

 

Úr bólinu er bratt upp í gegnum kjarrið og upp á fellshálsins fyrir innan. Þar eru vegamót og vegprestur. Halda má áfram hringinn og fara niður sömu leið og upp var komið. Gönguleið liggur inn eftir hálsinum uns komið er að öðrum vegamótum og stendur þá valið um að fara til hægri, styttri hluta Básahringsins eða til vinstri, lengri leiðina og jafnvel koma við í Fjósafuði. Þannig eru Básarnir, fjöldi gönguleiða og ótal krossgötur en sem betur fer sáralítil hætta á að villast.


Sjálfur Bólhausinn er auðklifinn, en mörgum gengur verr að komast aftur niður, þó hæðin sé ekki mikil. Með stuðningi annarra ætti það þó að vera auðvelt. Útsýni af Bólhusnum og er mikið og gott yfir Bása. Uppi er nokkuð slétt en víðast þverhnípt niður.


Í Ársriti Útivistar 1995 er skrá yfir örnefni á Goðalandi og þar hefur fellið fjögur nöfn; Bólfell, Bólhöfði, Bólhöfuð og Bólhaus.

 

Hins vegar nefnir Þórður Tómasson fellið Eystri-Hatt í bók sinni Þórsmörk en Fremri Hattur segir hann að heiti fellið nær Réttarfelli. Þórður hefur áreiðanlega rétt fyrir sér hins vegar hefur nafnið Bólfell náð sterkri stöðu bæði í daglegu tali og einnig í fjölda greina um Goðaland sem ástæðan fyrir því að nafnið er notað hér. 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page