top of page

Stakkholt

Gunnufuð

 

Vestan megin við mynni Hvannárgils er lóðrétt sprunga í hamravegginn og er hún nefnd Gunnufuð. Eflaust reka margir upp stór augu og kannast lítt við orðið fuð en það er lítt þekkt þó það þekkist í nokkrum örnefnum á Goðalandi og Stakkholti. Samkvæmt upplýsingum Örnefnastofnunar merkir fuð í fornu máli kvensköp en í örnefnum rauf, skora eða klettagjögur.

 

Best er að hefja gönguna við Stakk því Hvannáraurar eru stórgrýttir og erfiðir og vart akfært að Gunnufuði enda skiptir gangan meiru. Gengið er í áttina að Hvannárgili og farið vestan megin við gilsminnið. Þar skammt fyrir innan er Gunnufuð.

 

Sagan segir að hjón frá bænu Efstakoti undir Eyjafjöllum hafi lagst út frá bæ sínum. Þeirra var leitað og í Stakkholti sáu leitarmenn að reyk lagði út úr hellssprungu við mynni Hvannárgils. Þar voru hjónin og og höfðu stolið lambi sem þau voru að sjóða.

 

Þau voru tekin og flutt til byggða og síðan heitir skútinn Gunnufuð eftir konunni en sagan geymir ekki nafn manns hennar. Skútinn hefur líka verið nefndur eftir Magnúsi nokkrum sem nefndur var goði en hann réttaði sauðfé sitt þar og er hann því oft nefndur Mangafuð.

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page