top of page

Goðaland

Yfir Réttarfell

 

Gönguleiðinni upp á Réttarfell er lýst hér . í framhaldi af henni er haldað áfram norðvestur af toppnum og niður á og er hér haldið áfram niiður Réttarfellshálsinn. Þar hlykkjast Einstígur niður að Álfakirkju.

 

Gönguleið er alls ekki fyrir lofthrædda og er ítrekað að hún getur verið hættuleg nema ítrustu varkárni sé gætt. Um leið er skylt að geta þess að leiðin er gríðarlega falleg.

 

Gengið er í norðvestur og niður af toppi fjallsins. Göngustígurinn er víðast hvar vel greinilegur nema þar sem hann liggur yfir auðar móbergsklappir. Nauðsynlegt er að gæta ítrustu varúðar á auðum, hallandi klöppum því þar geta menn auðveldlega runnið til. Gengið er á einum stað yfir gat í gegnum móbergið og er  vinsælt að taka mynd af ferðafélaganum sem stendur bókstaflega á gati! 

 

Fyrri hluti leiðarinnar er á köflum svolítið tæpur en seinni hluti leiðarinnar er mun auðveldari.

 

Oft getur verið hlýtt og gott er þarna í björtu sumarveðri og svo skýlt að finna má bláber, krækiber, hrútaber og jafnvel jarðarberjaplöntur en ekki er vitað til þess að jarðarber hafi fundist.

 

Á einum stað liggur göngustígurinn fram hjá gróðursælum kletti sem hallar inn á við og þar er  tilvalið að leggjast fram á brún og líta yfir Krossáraura og horfa inn í Langadal þar sem iðar allt af mannlífi og gaman er að fylgjast með jeppum og rútum við Krossá.

 

Svo minnkar brattinn smám saman uns komið er niður á sléttlendi við Álfakirkju. Þórður Tómasson segir í bók sinni Þórsmörk að Eyjólfur Eyfells listmálari hafi gefið þessum sérkennilega móbergskletti nafnið því hann hafi séð álfaslot í hverjum hamri. 

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page