top of page

Réttarfell

 

Réttarfell er stórt fjall við Bása og er ásamt Útigönguhöfða nokkurs konar útverðir svæðisins. Fjallið er stórt, fallegt og vinalegt. Það býr yfir mörgum leyndum stöðum sem sá einn sér sem upp fer. 

 

Uppgangan er mjög auðveld og er göngustíg fylgt alla leið. Gangan hefst á hlaði Básaskála og er gengið yfir Básalækinn og eftir stígnum sem hverfur inn í kjarrið og hlykkjast síðan upp á við. Gangan upp í Fremra Básaskarð tekur um það bil hálftíma. Seinni hlutinn er brattari þó ekki sé hann jafn langur og sá fyrri en hliðarhalli er þar nokkur.

 

Í Fremra-Básaskarði er vegprestur enda um nokkrar leiðir að velja. Þó er fyrri áætlun haldið og göngustígnum fylgt upp bratta hlíðina á toppinn. Þar er nokkuð slétt og er fyrst farið að vörðunni sem er á hæsta hlutanum. Margir hafa þann sið að leggja stein í vörður til fararheilla. 

 

Útsýni er óvíða betra yfir Þórsmörk, Goðaland og Stakkholt og vandfundinn staður sem víðsýnna er frá annar en Útigönguhöfði en gangan þangað krefst þó meiri vinnu en sú á Réttarfell. Hér er mælt með því að ganga  norður á fjallið og líta yfir í Þórsmörk. Þar blasir Valahnúkur við, sem flestir kannast við, lítið eitt lægri.

 

Af tindinum eru tvær leiðir. Flestir fara sömu leið til baka. Aðrir fara niður Réttarfellsháls, um svokallaðan Einstíg. Sú leið er stórfalleg og spennandi en hentar alls ekki fyrir lofthrædda þar sem stígurinn er víða mjög tæpur og bratt til beggja handa. Þá er komið niður á láglendi við Álfakirkju.

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page