Þórsmörk og Goðaland

Gönguleiðir

Svæðið norðan undir Eyjafjallajökli og vestan Mýrdalsjökuls nefna sumir einu nafni Þórsmörk. Ekki er það með öllu rétt, heldur skiptist það í fjölmörg stór og smá landsvæði sem fyrir ævalöngu fengu ýmiss nöfn. Þórsmörk aðeins eitt þeirra.

 

Sunnan Krossár eru svonefndir Suðurafréttir en til þeirra heyra Goðaland, Steinsholt, Stakkholt, Merkurtungur, Múlatungur og Teigstungur. Nöfnin eru arfleifð þeirra er áttu tilkall til afréttanna, lögðu þangað leið sína og þekktu þá náið. Í munnlegri geymd barst þekkingin frá manni til manns, frá einni kynslóð til annarrar allt til þess að þau voru skráð á bækur og landakort.

 

Eflaust hafa flestir litið á landið með „gagnaugunum“, horft til þess með augum bóndans sem þekkti gróðurfarið og vissi að þar gekk sauðfé vænna fram en annars staðar. Þó hlýtur einn og einn að hafa  virt fyrir sér landslagið og sagt með sjálfum sér að hér mættu nú fleiri njóta en kindur. Með tímanum hefur sauðfé fækkað en mannskepnunni fjölgað og nú mælast ótaldar unaðsstundir á slóðum sem ábyggilega eru orkuríkari en allar virkjanir landsins samanlagðar.

 

Á þessum slóðum hafa fjölmargir byrjað þar ferðamennsku sína og bundist landinu ævarandi böndum.

Gönguleiðir

Margar gönguleiðir um Þórsmörk og Goðaland eru þekktar, en fleiri eru lítt þekktar og um sumar vita aðeins örfáir. Hér verður nokkrum þekktum og óþekktum gönguleiðum lýst og er markmiðið að veita upplýsingar, auðvelda lesandanum ferðir um svæðið. Lýsingarnar eru engan vegin tæmandi því varla er hægt að gera gönguleiðum á þessum svæðum svo góð skil að ekki megi við bæta og einnig er langt í frá að getið sé allra mögulegra gönguleiða á hverjum stað.

 

Gönguleiðirnar eru flokkaðar eftir landsvæðum en skiptinguna má sjá á meðfylgjandi korti. Byrjað er við við Nauthúsagil sem er við leiðina inneftir. Undan Gígjökli rennur Jökulsá sem er vestari mörk Steinsholts. Við eystri mörkin, Steinsholtsá, tekur við Stakkholt og síðan Goðaland. Á milli Stakkholts og Goðalands er lítill afréttur sem nefnist Merkurtungur. Goðaland er langstærsti afrétturinn en austan við hann eru Tungur; Múlatungur, Guðrúnartungur og Teigstungur. Norðan Krossár er svo Þórsmörk.

 

Þrjár gönguleiðir liggja út úr Þórsmörk og Goðalandi. Til suðurs er Fimmvörðuháls. Þar yfir er ein fjölfarnasta gönguleið landsins og er áhugasömum hér bennt á bókina Fimmvörðuháls (útg. Útivist 2002) eftir höfund þessa rits. Gönguleiðin milli Þórsmerkur og Landmannalauga er flestum kunn meðal annars undir nafninu Laugavegurinn og er hér bent á bók Ferðafélags Íslands um gönguleiðina eftir Guðjón Ó. Magnússon.

 

Þriðja gönguleiðin er til suðvesturs, undir Eyjafjallajökli. Þessi gönguleið liggur einfaldlega eftir vegarslóðanum og út að Markarfljótsbrúnni gömlu. Sífellt fleiri leggja þar land undir fót, hjólandi og jafnvel er farið þarna um á gönguskíðum að hluta eða öllu leyti. Sjaldgæft er þó að snjóalög að vetrarlagi leyfi slíkar ferðir núorðið. 

Gönguleiðirnar

 1. Auralda

 2. Básar

 3. Básar, yfir í Langadal

 4. Básar, að Hrunaá

 5. Básaskörð

 6. Bláfell

 7. Bólfell

 8. Búðarhamar

 9. Draugabólið við Fagraskóg

 10. Goðaland

 11. Gunnufuð

 12. Göltur

 13. Hamraskógar

 14. Hattur   

 15. Hátindar

 16. Heljarkambur

 17. Fimmvörðuháls 

 18. Hestagötur og Foldir 

 19. Húsadalur          

 20. Hvannárgil        

 21. Hvannárgil fremra           

 22. Krossárjökull     

 23. Krossárjökull syðri         

 24. Krossárjökull, nyrðri       

 25. Langidalur         

 26. Langidalur í Bása

 27. Litfari   

 28. Litli-endi

 29. Merkurbæir að Gígjökli   

 30. Merkurker         

 31. Merkurrani        

 32. Mófell  

 33. Múlatungur       

 34. Nauthúsagil       

 35. Réttarfell

 36. Réttarfell, yfir fjallið

 37. Rjúpnafell         

 38. Skerjaleiðin við Grýtutind

 39. Slyppugil          

 40. Snorraríki          

 41. Stakkholt          

 42. Stakkholtsgjá     

 43. Stakur  

 44. Stangarháls        

 45. Steinsholt         

 46. Steinsholtsjökull

 47. Stórendi

 48. Strákagil           

 49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

 50. Teigstungur       

 51. Tindfjöll           

 52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

 53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

 54. Útigönguhöfði    

 55. Útigönguhöfði, hringur    

 56. Útigönguhöfði, yfir hann  

 57. Valahnúkur        

 58. Valahnúkur, hringur        

 59. Þórsmörk 

 60.      

 • w-google+
 • Twitter Clean
 • w-facebook

Þórsmörk og Goðaland, vefur um gönguleiðir - ritstjóri Sigurður Sigurðarson - sigurdur.sigurdarson@simnet.is

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now