top of page

Þórsmörk

Hamraskógar

 

Hamraskógar eru birkiskógur norðan við Langadal og austan Húsadals. Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggur þar um og því er hún vel merkt og auðratað þangað úr Langadal.

 

Í Hamraskóga er frekar fáfarið, ekki vegna þess að þangað er torleiði, heldur vita fáir af þessum fallega skógi. Þar er þó ákaflega fallegt og tímanum vel varið að fara þangað.

 

Gengið er inn Langadal og upp á Húsadalsfoldir, hálsana fyrir innan Langadal og ofan Húsadals og þaðan niður í Hamraskóga. Gamall akvegur liggur í gegnum skógana og þjónar nú sem aðalbraut gangandi vegfarenda.

Endimörk Hamraskóga í norðri er Þröngá og er ástæðulaust að fara lengra.

 

Þaðan má til dæmis ganga að Markarfljóti og fylgja því þar til komið er til móts við mynni Húsadals. Hægt er að ganga til austurs og upp með Tindfjallagili og þaða að Slyppugili og í Langadal. Einnig má rölta um skóginn og velja sér sólskinsblett til að hvílast, en skógurinn liggur mjög vel við sól. 

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page