top of page

Stakkholt

Draugabólið við Fagraskóg

 

Fagriskógur í Suðurhlíðum stendur ekki lengur undir nafni enda var honum eytt á 18. öld en nafnið lifir engu að síður. Þó skóginn vanti er gróðurinn í hlíðinni engu að síður gróskumikill og hlýlegur. Nú hafa menn  reynt að greiða skuldina við landið og myndast við að koma trjágróðri til en mikið verk er fyrir höndum. 

 

Bólhöfuð er hluti af Suðurhlíðum og skagar í norðvestur nærri yfir veginn. Þar er skúti, gamalt náttból leitarmanna sem nefnt hefur verið Fagraskógarból. Vestar, við Steinsholtsá heitir líka Réttarnef og þar var fjárrétt sem sópaðist burtu í hlaupinu 1967.

 

Sagt er að í Fagraskógarbóli sé ekki allt með kyrrum kjörum og er því oft nefnt Draugaból. Stuttur gangur er þangað upp. Ekki fer mörgum sögum af draugum í bólinu á síðustu árum en ekki er að efa að nútíma fullhugar vilji reyna sig og gista í Draugabóli, - svona rétt til að sjá hvað setur. Vissara er þó að búa sig vel því áður var mönnum oft kalsöm vistin.

 

Gönguleiðirnar

  1. Auralda

  2. Básar

  3. Básar, yfir í Langadal

  4. Básar, að Hrunaá

  5. Básaskörð

  6. Bláfell

  7. Bólfell

  8. Búðarhamar

  9. Draugabólið við Fagraskóg

  10. Goðaland

  11. Gunnufuð

  12. Göltur

  13. Hamraskógar

  14. Hattur   

  15. Hátindar

  16. Heljarkambur

  17. Fimmvörðuháls 

  18. Hestagötur og Foldir 

  19. Húsadalur          

  20. Hvannárgil        

  21. Hvannárgil fremra           

  22. Krossárjökull     

  23. Krossárjökull syðri         

  24. Krossárjökull, nyrðri       

  25. Langidalur         

  26. Langidalur í Bása

  27. Litfari   

  28. Litli-endi

  29. Merkurbæir að Gígjökli   

  30. Merkurker         

  31. Merkurrani        

  32. Mófell  

  33. Múlatungur       

  34. Nauthúsagil       

  35. Réttarfell

  36. Réttarfell, yfir fjallið

  37. Rjúpnafell         

  38. Skerjaleiðin við Grýtutind

  39. Slyppugil          

  40. Snorraríki          

  41. Stakkholt          

  42. Stakkholtsgjá     

  43. Stakur  

  44. Stangarháls        

  45. Steinsholt         

  46. Steinsholtsjökull

  47. Stórendi

  48. Strákagil           

  49. Strákagil, Foldir, Hrunaá        

  50. Teigstungur       

  51. Tindfjöll           

  52. Tungnakvíslarjökull, N-leið    

  53. Tungnakvíslarjökull, S-leið     

  54. Útigönguhöfði    

  55. Útigönguhöfði, hringur    

  56. Útigönguhöfði, yfir hann  

  57. Valahnúkur        

  58. Valahnúkur, hringur        

  59. Þórsmörk 

  60.      

bottom of page